Hvað þarf að gera áður en eitrað er fyrir silfurskottu?

Silfurskotta (silverfish)

Þakka þér fyrir að koma á síðuna 🙂
Aðstoðin er bara einu símtali frá 6997092

Það verður að undirbúa
eitrun mjög vel í samráði við
meindýra- og geitungabanann.

Aðstæður eru misjafnar og
þarf að kanna vel hvað íbúar
t.d. í fjölbýlishúsum vilja gera.

Mikilvægt er að allir íbúar
séu sáttir ef á að eitra.


Skordýraeitri blandað í eiturefnakút, mikilvægt að rétt hlutföll séu samkv. leiðbeiningum

Það eru líkur á að ef silfurskotta
finnst í einni íbúð þá geti hún
allt eins verið í næstu.

Best er því og eiginlega
nauðsynlegt að eitra alls staðar.

Eitrið sem er notað
heitir t.d. deltametrín.

Það er skaðlaust mönnum.

Þegar undirbúningi er lokið er
best í samráði við meindýrabanann
að eitra íbúð eða íbúðir.

Lokuð eiturefnagríma ver andlit, öndunarveg og húð

Þegar eitrað er á enginn
annar að vera í íbúðinni
en meindýraeyðir.

Þegar eitrun er lokið
þá er ekki farið inn í
íbúð næstu fjórar klst.

Ef einhver íbúi er með asma,
kona ófrísk eða viðkvæm börn
þá ætti að líða sólarhringur.




Mikilvægt er að þrífa vel fyrir eitrun skordýra

Rétt er að benda á að
eitrið virkar í ca. 3 – 4 mánuði
fer eftir hvernig þrifum er háttað.

Öruggast er að eitra aftur að
þeim tíma liðnum þar sem egg
geta klakist út og þar með
getur þeim fjölgað aftur.

Hafa samband: 6997092
Netfang: 6997092@gmail.com

Mitt ráð: Ekki gera alls ekki neitt.