Starahreiður á sjöundu hæð í lofttúðu

Þakka þér fyrir að koma á síðuna 🙂
Ef vantar aðstoð er síminn 6997092

Takið eftir neðri ristinni þar fór starinn inn
Takið eftir neðri rist-inni þar fór starinn inn

Vilt þú losna við starahreiður
myndband fyrir og   eftir þrif
hafðu samband 6997092

Starinn hafði komið
sér vel fyrir inni í röri.

Rörið kemur væntanlega
frá þvottahúsi.

Rörið var fullt af heyi
og alls konar meðlæti.

Til að ná hreiðrinu varð að losa niðurfallsrörið og ristina
Til að ná hreiðrinu varð að losa niðurfallsrörið og ristina

Nágranninn sagði að
stararnir hefðu verið
þarna síðustu þrjú árin.

Svalirnar þar sem hreiðrið var
voru orðnar mjög skítugar.

_

_

_

Mynd tekin inn í rörið, búið að fjarlægja hluta af heyinu
Mynd tekin inn í rörið, búið að fjarlægja hluta af heyinu

Handrið voru hvít af skít.

Gluggar og hurðir
einnig mjög skítugar.

Á þeim tíma höfðu þeir
náð að fylla rörið og stífla.

Heyið var a.m.k. 2,5 metra inn.

Það er með ólíkindum hve
duglegur starinn er þegar
hreiðurgerð er annars vegar.

En þegar búið var að ná
hreiðrinu var hægt að eitra.

Takið eftir heyinu sem starinn hafði safnað saman
Takið eftir heyinu sem starinn hafði safnað saman

Mikilvægt er að vera vel
búinn þegar það er gert.

Staraflóin getur nefnilega
farið af stað og bitið.

Það er því betra að hafa
fagmann eða meindýraeyðir
til að vinna verkið.

_

_

Starraflóin hefur bitið í fótlegg
Starraflóin hefur bitið í fótlegg

Ekki vilt þú verða bitin eða
það held ég alla vega.

En ef það gerist er mikilvægt
að bregðast strax við.

Nauðsynlegt getur verið að leita til læknis.

Ef bitin eru svæsin verður kláðinn óbærilegur.

Mitt ráð: Ekki gera alls ekki neitt.

Myndbandið að neðan sýnir hvernig
umhorfs var áður en verk var unnið 640 400