Það eru köngulær inni og út hjá mér, hvað geri ég?

Það eru köngulær inni og út hjá mér, hvað geri ég?

krosskönguló

Krosskönguló

Þú getur látið eitra fyrir þeim. Geitunga- og meindýrabaninn er vanur að fást við köngulær, roðamaur, ranabjöllu og fleiri skordýr. Ekki hika við að fá aðstoð símnn er 6997092

Þú gætir einnig prófað að nota ryksuguna en það er líklega skammgóður vermir því það koma bara nýjar í staðinn, það virðist vera endalaust til af þeim.

 

könguló

könguló

Ef þú lætur eitra i byrjun júní ættir þú að vera nokkurn veginn/vegin laus við þær. Ef eitrun mistekst þá er komið aftur. Erfitt er að átta sig á veðrinu á Íslandi.

Rigning getur skolað eitri í burtu, en ef eitrun er rétt framkvæmd þá eru minni líkur á að regn skoli öllu eitri í burtu.

 

krosskongulo_wikipediaKöngulóareitrun getur dugað allt sumarið ef vel tekst til en margir óvissuþættir spila inn í sem geta stytt endingartímann eins og t.d. rigning

 

 

Spurningar tengdar köngulóm

Er hægt að eitra fyrir köngulóm?

Hvenær ætti ég að láta eitra fyrir köngulóm?

Það eru köngulær og roðamaur hjá mér, hvað get ég gert?

Er hægt að eitra fyrir köngulóm?

Hvaða tegund af geitung ræðst á tarantúlu könguló?

Eru baneitraðar köngulær í bananum þínum?

Getur kötturinn komið inn með starfló?

Getur kötturinn komið inn með starfló?

kisa upp á þaki

kisa upp á þaki

Það eru miklar líkur á því. Ég varð vitni að því í dag. Í tveimur tilfellum sá ég ketti vera uppi á þaki.

Ég sá að köttur var kominn upp á þak þar sem starri var með hreiður og ungar komnir.

Starinn var í tré rétt hjá og fylgdist grannt með kettinum sem reyndi að krafsa þar sem ungarnir voru.

 

Starahreiður

Starahreiður

Kötturinn náði ekki til ungana og gafst upp að lokum en hvort hann bar með sér staraflóinn það er önnur saga.

 

 

 

 

 

kisa grá

kisa grá

Hinn kötturinn var

eiginlega skemmtilegri.

Ég gekk að honum og hann hörfaði þar til hann var kominn að sínu húsi. Þá tók hann á rás og stökk upp lóðrétta 4*4 tommu spítu ca. tveggja metra háa, þaðan upp á þak og ofan í þakkantinn.

 

Það sem var fyndið er að upp úr stóð ca. 5 cm af skottinu. Þar sem þakkanturinn er var örugglega starahreiður og mjög miklar líkur á að hann beri með sér

starabit

starabit

starafló inn.

Lærdóminn sem má læra af þessum dæmum er að loka öllum leiðum sem starinn getur hugsanlega komist í.

Ef það er gert þá getur starrinn ekki gert hreiður og þar af leiðani kemur engin fló, eins og sagt er byrgið brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.

 

heimildir

Myndir: kisa

 

Ef það eru komnir ungar í starahreiðrið má fjarlægja hreiður?

Ef það eru komnir ungar í starahreiðrið má fjarlægja hreiður?

staraungar

staraungar

Samkvæmt lögunum má ekki eiga við staran.
Það má fjarlægja starahreiður eftir að ungar eru farnir úr hreiðrinu.

Ég mæli með að það sé gert því það er möguleiki á að fá bit frá starraflónni eftir að ungar eru farnir, en alveg eins miklir möguelikar á að ekkert gerist.

Ef ykkur vantar aðstoð ekki hika við að  hafa samband í síma 699-7092.

Hvernig lýsir bráðaofnæmi sér, hvað get ég gert?

Hvernig lýsir bráðaofnæmi sér hvað get ég gert?

starabit

starabit

Það lýsir sér m.a. í hósta og öndunarörðugleikum. Ég hef bent fólki á að ef starrafló eða geitungur bíti eða stingi þá geti það verið hættulegt vegna þess að líkaminn sýni ofnæmisviðrögð. En hvað er ofnæmi.

Ég fann mjög góðar upplýsingar frá Doktor.is og deili því hér með. Skoðið vel textann hér að neðan til að fræðast um bráðaofnæmi, gæti komið sér vel síðar

 

Bráðaofnæmi er lífshættuleg viðbrögð líkamans við
efnum sem hann kemst í snertingu við.

Efni sem geta valdið bráðaofnæmi
· Lyf s.s. sýklalyf og bólgueyðandi gigtarlyf.
· Matur s.s. skelfiskur, hnetur, jarðarber og egg.
· Skordýrabit eða stungur.

Hvað sérðu?
· Skyndileg vaxandi einkenni innan við 30 mínútum eftir snertingu við ofnæmisvaldinn
· Hnerri, hósti.
· Öndunarerfiðleikar, andnauð.
· Blámi í kringum varir og munn.
· Bólga í slímhúð, tungu, munni eða nefi.
· Útbrot.
· Hraður hjartsláttur.
· Ógleði og kviðverkir.
· Svimi.

Hvað gerirðu?
· Hringdu í Neyðarlínuna 112.
· Fjarlægðu ofnæmisvald ef hægt er.
· Aðstoðaðu við notkun adrenalínpenna ef viðkomandi á slíkan.
· Fylgstu með meðvitund og öndun.

Athugið þessar upplýsingar koma ekki í stað hefðbundinna skyndihjálparnámskeiða.

Birt með góðfúslegu leyfi Rauða kross Íslands

Bráðaofnæmi myndband frá síðdegisútvarpinu

Ef þakkantur er ekki í lagi getur starinn gert hreiður?

Ef þakkantur er ekki í lagi getur starinn gert hreiður?

starri öruggur staður til að vera á

starri öruggur staður til að vera á

Það getur hann. Starinn þarf lítið pláss til að komast í skjól t.d. ef þakkantur eða þakklæðning er ekki í lagi.

Það þarf ekki nema rifu sem er ca. 3 cm til að hann nái að gera hreiður verpa í það og ungarnir eru komnir áður en þú veist af.

Myndin til hliðar er tekin af húsi í reykjavík. Eins og sjá má þá hefur klæðning gefið sig að hluta til.

Það sést ekki vel á myndinni en hreiðrið sem starrinn bjó til er þarna undir þakkantinum.

Til þess að starrinn geti komist í hreiðrið  verður hann að fljúga upp með kantinum og skjóta sér niður um smárifu.

Klæðning rofin

Klæðning rofin

Myndin til hliðar sýnir hluta klæðningar. Það er búið að rjúfa hana til að sjá betur hvort það séu komin egg í hreiðrið.

Þess má geta að óvenjulíið er af skít eftir starann á þakinu en það eru samt greinileg ummerki. Það er ekki vitað hvort hreiðrið var þarna líka á síðasta ári.

 

 

starraungar í hreiðri

starraungar í hreiðri

Ungar í starahreiðir fimm talsins, teljið bara goggana til að átta ykkur á fjölda þeirra.

Ef ykkur vantar aðstoð til að fjarlægja starrahreiður, eitra og loka þannig að hann komist ekki aftur að ári, þá verður að vinna verkið vel, sérstakleg vegna starraflóarinnar. Ekki hika við að hafa samband í síma 6997092

Hvernig leikur starinn sér

Hvernig leikur starinn sér?

starri ad leika ser

veldu myndina til að sjá leikinn

Þegar kemur fram í júlí ágúst fer starinn að leika sér. Ef vel tekst til með varp þá getur hann fjölgað sér gríðarlega.

Starrinn getur verpt oftar en einu sinni á sumri oft tvisvar. Ef hann nær að koma öllum ungunum á legg þá geta allt í einu verið komnir tíu einstklingar.

Myndina fann ég á netinu og sýnir hvað þeir eru flinkir að fljúga. Það er í raun frábært að þeim skuli tatkast að búa til svona sveipi án þess að fljúga á hvern annan. Sjá grein hér.

 

Og svo er slakað á

starafundur

starafundur

 

 

 

 

 

 

ungar fuglavefur

ungar fuglavefur

Litlu sætu ungarnir þurfa sitt til að stækka en lítð fer fyrir þeim í hreiðrinu.

Að vísu þá fylgir smágalli en það er starafló. Hún er skaðræðisvaldur ef hún fer á stjá og bítur þá.

Bitið veldur miklum kláða og útbrotun. Það er er hættulegt er ef mikið verður um starrabit því það getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

Ráðlegt er að leita til læknis ef einhver vafi leikur á því að viðkomandi sé með ofnæmi. Ef þú vilt fá nokkur ráð varðandi starrabit, skoðaðu hér

Starahreiður, takið eftir hvað er mikið af heyi

Starahreiður, takið eftir hvað er mikið af heyi

Ef ykkur vantar aðstoð við að eitra fyrir staraflónni og fjarlægja hreiður og loka þannig að hann komist ekki aftur á næsta ári.

Ekki hika við að hafa samband eða hringja í 699-7092 og ég kem að vörmu spori.

Mikilvægt er að vinna verkið rétt til að koma í veg fyrir að staraflóin bíti eftir ár.

 

Hvar gerir starrinn hreiður?

Hvar gerir starrinn hreiður?

hús i byggingu

hús i byggingu – skyldi vera kominn stari?

Starinn leitar að góðum stað. Honum virðist líða vel þar sem hann er öruggur með ungana sína.

Það eru ólíklegustu staðir sem hann kemur sér fyrir á, t.d. gasgrill á svölum svo dæmi sé nefnt.

Best er að vanda frágang t.d. þakkanta, öndunar á þökum, loka öllum götum sem eru til staðar þannig að hann geti ekki komist inn.

Það geta losnað spítur þegar það er mikið rok eða klæðning losnað vegna þess að skrúrfur eða naglar hafa gefið sig. Um að gera að fylgjast með og lagfæra strax.

 

Starri á skjólveggnu

Starri á skjólveggnu

Ef allt er rétt gert þá ættu ekki að koma upp vandamál.
Ef t.d. það hefur verið eitrað í starahreiður eftir að fugl er floginn með ungana sína, inngönguleið starans lokað þá er komið nýtt vandamál við það að loka.

Staraflóin sem er í hreiðrinu púpar sig og vaknar til lífsins ári seinna. Þá ætti starrin að vera  kominn en

 

 

stari i glugga

stari i glugga

þar sem búið er að loka þá ókyrrist flóin og leitar að öðrum fórnarlömbum eins og gæludýrum köttum og hundum. Húseigandinn er einnig góður kostur fyrir starraflóna.

Dæmi eru um að þeir sem búa í húsinu sé bitnir margsinnis, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. En það getur samt alltaf verið möguleiki á biti þá að allt sé rétt unnið, því borgar sig aldrei að lofa því að enginn verði bitinn.

Ef aðstoðar er þörf ekki hika við að hafa samband 6997092. Sé einnig um að eitra fyrir köngulóm, ranabjöllum og roðamaur, siflurskottum, hamgærum, músavarnir, fjarlægi dauðar mýs ef óskað er eftir.

Spurningar tengdar starra:

Hvar gerir starinn hreiður?

Það er gamalt hreiður í þakkant, hvað geri ég?

Ef það er starahreiður í þakkant, ætti ég að fjarlægja það sjálf/sjálfur?

Starafló er að bíta mig hvað get ég gert?

Getur starri gert hreiður í gasgrilllinu upp á þriðju hæð?

Starrabit, kláði hvað er til ráða?

Hvaða fuglategund syngur mest?

Viltu losna við Stara? – Sturnus vulgaris

Hvað eru meindýr?

Hvað geri ég ef starafló er farin að bíta?

Af hverju bítur starfló?

Hvernig á að losna við starahreiður?

Geta starar slegist?

Hvað getur starafló lifað lengi án blóðs?

Ef það er starahreiður í húsinu hvað er best að gera?

Hvenær er best að fjarlægja starahreiður?

 

 

 

 

Hvar lifir parketlús?

Hvar lifir parketlús?

Ég fékk smáfyrirspurn um parketlús. Ég leitaði mér upplýsinga og fann stutta en góða samantekt frá Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur, Landgræðslu ríkisins

Það eru til húsráð t.d. að hækka hita og reyna þannig að hafa áhrif á líf parketlúsarinnar en það er spurning hvort það virkar. það er um að gera að þrífa vel og reyna að átta sig á hvort það eru einverjir staðir eða aðstæður í húsinu þar sem hún gæti verið að fjölga sér.

Ef ekkert finnst þá er best að láta eitra. Ekki hika við að hafa samband síminn er 6997092, eitra líka fyrir öðrum skordýrum s.s. silfuskottu, hambjöllu, köngulóm og ranabjöllum.

Ryklýs eru örsmá dýr um 1 mm að lengd.
Í hýbýlum eru tvær tegundir;
parketlús og skápalús.
Parketlús er um 1 mm að lengd
Hún lifir alfarið innanhúss og lifir á
myglusveppum öðru fremur,
einkum í nýbyggðum húsum þar
sem parket hefur verið lagt á
gólf fyrr en skynsamlegt er.

Heimildir: Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur, Landgræðslu ríkisins

Spurning tengd parketlús

Hvernig veist þú að það er parketlús heima hjá þér?

Er hægt að eitra fyrir köngulóm í húsum?

Er hægt að eitra fyrir köngulóm í húsum?

krosskönguló

Krosskönguló

Já það er hægt. Köngulær geta verið bæði úti og inni. Í báðum tilfellum er eitrað á hefðbundinn hátt.

Eitrið virkar í 3 – 4 mánuði.Ef ykkur vantar aðstoð þá er bara að hringja í 6997092

Það er því skynsamlegt að eitra í byrjun júní til að vera laus við köngulær í sumar. Ef eitrun misstekst sem getur alltaf gerst er komið aftur.

Að neðan er smáfróðleikur um köngulær.

Könguló í vef sínum

Könguló í vef sínum

Í húsum eru þrjár tegundir; húsakönguló, leggjakönguló og skemmukönguló.
Húsakönguló er 6-9 mm að lengd
Hún er frekar algeng í húsum á Suðvesturlandi í síður annarsstaðar
Hún heldur einkum til á dimmum og rökum stöðum í kjöllurum

 

 

 

Það eru köngulær á sólpallinum, hvað er hægt að gera?

Það eru köngulær á sólpallinum, hvað er hægt að gera?

krosskönguló

krosskönguló

Möguleiki er að láta eitra ef þér er illa við þær. Það tekur ekki langann tíma en þarf að undirbúa vel þannig að eitur berist ekki annað. Við viljum helst ekki fá eitur í matjurtir eða á barnaleikföng. Hafa glugga lokaða og börn ættu ekki að vera nálægt.

Eitrunin ætti að endast sumarið nema að regn skoli því í burtu, því miður er lítið við því að gera. Hins vegar ef eitrun mistekst þá er eitrað aftur.

Ekki hika við að hafa samband ef köngulær eða önnur

stari ver sitt svæði

stari ver sitt svæði

skordýr eins og roðamaur, ranabjalla, silfurskotta, hambjalla, starri eða mýs eru að gera sig heimankomin.

Hafðu samband við meindýra- og geitungabanann eða hringdu í 699-7092 (núna)

 

 

 

Starrinn getur verið ansi gæfur, fann skemmtilegt myndband á netinu

Common Starling / European Starling (Sturnus vulgaris)

 

Big Spider Attacks Daddy Vacuum Shooter

Köngulærnar verða sjaldan mjög stórar á Íslandi en fann myndband á netinu. Ryksugan getur gert gagn en þegar þarf að ná í hana úr ryksugunni þá myndi ég bara láta han deyja.